Fanney Hauksdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness 2016

Fanney Hauksdóttir ásamt Nökkva Gunnarssyni, íþróttakarli Seltjarnarness.

Fanney Hauksdóttir ásamt Nökkva Gunnarssyni, íþróttakarli Seltjarnarness.

Kraftlyftingakona ársins, Fanney Hauksdóttir, var var s.l. þriðjudag kjörin Íþróttakona Seltjarnarnes 2016 að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Þetta er í þriðja sinn sem hún hlýtur þennan heiður.

Fanney, sem keppir í -63 kg fl., sérhæfir sig í bekkpressu og hefur átt frábæru gengi að fagna á síðustu árum. Af hennar mörgu afrekum á síðasta ári ber helst að hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu og Evrópumeistari í bekkpressu. Þar að auki vann hún til silfurverðlauna á HM í bekkpressu, setti Norðulandamet í bekkpressu og lauk árinu í þriðja sæti á heimslistanum í bekkpressu.

Við óskum Fanneyju til hamingju með titilinn!

Viktor Samúelsson – Íþróttakarl Akureyrar 2016

Viktor Samuelsson, íþróttakarl Akureyrar, og móðir Bryndísar Rún Hansen, íþróttakonu Akureyrar.

Viktor Samuelsson, íþróttakarl Akureyrar, ásamt móður Bryndísar Rúnar Hansen, íþróttakonu Akureyrar.

Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson hefur verið kjörinn íþróttakarl Akureyrar 2016. Kjörinu var lýst í gærkvöldi við veglega athöfn í hófi á vegum ÍBA og Frístundaráðs Akureryrar sem haldið var í Hofi. Þetta er í fyrsta sinn sem kjör íþróttamanns Akureyrar er kynjaskipt, en á síðasta ári var Viktor kjörinn íþróttamaður Akureyrar.

Árið 2016 var hans síðasta í unglingaflokki. Hann hefur átt frábært keppnisár innanlands sem utan bæði í unglingaflokki og opnum flokki. Á árinu sló hann ótal Íslandsmet og nokkur Norðurlandamet. Af afrekum Viktors má helst nefna gullverðlaun á EM U23 í bekkpressu, silfurverðlaun á HM U23 í bekkpressu, bronsverðlaun á HM U23 í kraftlyftingum, sjötta sætið á HM í opnum flokki og áttunda sæti á heimslistanum í -120 kg fl.

Við óskum Viktori til hamingju með þennan mikla heiður!

Kraftlyftingaþing 2017

7. þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið sunnudaginn 26. febrúar 2017. Þingið fer fram í húsi ÍSÍ Engjavegi 6 og hefst kl. 13.00.

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRAFT eigi síðar en 21 dögum fyrir þingið, skv. 10.gr. laga KRAFT.
Rétt til þingsetu hafa fulltrúar aðildarfélaga miðað við fjölda iðkenda og fulltrúar sambandsaðila skv. 9. gr. laga KRAFT.
Rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt hafa auk þess stjórn KRAFT, endurskoðendur reikninga KRAFT, framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ, nefndarmenn fastanefnda KRAFT og fulltrúi menntamálaráðuneytisins. Nánari dagskrá verður birt í síðar.

Dagfinnur Ari Normann – Íþróttakarl Garðabæjar 2016.

dagfinnurDagfinnur Ari Normann hefur verið valinn íþróttakarl Garðabæjar en hann veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í Ásgarði. Dagfinnur sem var að keppa á sínu síðasta ári sem unglingur, átti gott kraftlyftingaár. Hann hreppti á árinu þriðja sætið á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum og varð í öðru sæti í unglingaflokki á Evrópumótinu í bekkpressu. Á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum náði hann jafnframt góðum árangri, sér í lagi í bekkpressunni. Á innanlandsvettvangi varð Dagfinnur bikarmeistari í kraftlyftingum og íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum, ásamt því að setja fjölmörg íslandsmet, bæði í unglinga- og opnum flokki.

Innilega til hamingju, Dagfinnur!

Afreksstyrkjum úthlutað

ÍSÍ kynnti á blaðamannafundi í dag úthlutun afreksstyrkja fyrir árið 2017, en samtals var úthlutað 150,450,000.
Kraftlyftingasambandinu var úthlutað 6,6 milljónir til landsliðsverkefna, fræðslu og fagteymis og til landsliðsverkefna Júlíans, Fanneyjar og Viktors.

Afrekssjóður hefur fengið mjög aukið framlag eins og kunnugt er og er unnið að endurskoðun styrkjakerfisins frá grunni til að tryggja að féð nýtist sem best Kraftlyftingasambandið ásamt öðrum sérsamböndum koma að þeirri vinnu og verða afreksmál eflaust mjög til umræðu á íþróttaþingi 2017.
Afreksstefna KRAFT er lika í endurskoðun og verður lögð fyrir á Kraftlyftingaþingi 2017

Júlían tilnefndur sem Íþróttamaður ársins

Júlían með fánaSamtök íþróttafréttamanna upplýstu nú í morgun um hvaða 10 íþróttamenn urðu efstir í kjöri þeirra til Íþróttamanns ársins 2016 og þar á meðal er Júlían J. K. Jóhannsson kraftlyftingakarl ársins. Kjörinu verður svo lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ fimmtudagskvöldið 29. desember.

Þetta er í fjórða sinn í stuttri sögu Kraftlyftingasambands Íslands sem kraftlyftingamaður er meðal tíu efstu í kjöri um Íþróttamann ársins, en fyrir ári síðan hafnaði Fanney Hauksdóttir í fimmta sæti.

Við óskum Júlíani til hamingju með tilnefninguna, krossum fingur og vonum að hreppi titilinn!

Kraftlyftingar á WOW Reykjavík International Games 2017 – Keppendalisti

Merki WOW Reykjavík International Games 2017Kraftlyftingakeppnin á WOW Reykjavík International Games 2017 (RIG) fer fram í Laugardalshöll kl. 14.00 sunnudaginn 29. janúar nk. RÚV mun taka upp mótið í heild sinni og senda út í styttri útgáfu í sjónvarpi þann 1. febrúar. Mótið verður svo endursýnt þann 4. febrúar.
Keppendalistinn liggur nú fyrir og eru þátttakendur frá Finnlandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Á keppendalistanum má m.a. finna tvo heimsmeistara, þrjá heimsmethafa, Evrópumeistara og að sjálfsögðu alla okkar sterkustu keppendur auk nokkurra ungra og efnilegra.
Nánari kynning á keppendum verður svo birt þegar nær dregur.

KEPPENDALISTI:

Continue reading

Mótaskrá uppfærð

Breyting hefur verið gerð á mótaskrá NPF og Norðurlandamót unglinga sem halda átti í febrúar hafa verið færð til haustsins.
Mótin verða haldin í Fræna, Noregi dagana 14 – 17 september 2017. Um er að ræða keppni í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum, bekkpressu og klassískri bekkpressu í flokkum unglinga og drengja/telpna.
Hópur keppenda er þegar valinn á þessi mót. Fyrir 1.juni á næsta ári geta félög sent inn óskir um þátttöku fleiri keppenda og verða þær teknar fyrir við landsliðsval fyrir seinni hluta árs.

Júlían íþróttakarl Reykjavíkur 2016

itrottamadur-rvkÍ dag, við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur, heiðruðu Reykvíkingar sitt helsta afreksfólk og var þar tilkynnt val íþróttafólks ársins 2016. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, sem KRAFT hefur útnefnt Kraftlyftingakarl ársins 2016, varð fyrir valinu sem Íþróttakarl ársins, en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þennan mikla heiður. Hann tók við viðurkenningu þess efnis úr hendi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Hlutskörpust í kvennaflokki var kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Við óskum Júlíani innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og fögnum því að kraftlyftingamenn vinni afrek sem verðskuldi slíkan heiður.